Gleymdu því sem gamalt er
Og gleymdu því sem fram hjá fer
Gleymdu því sem gerðist þá
Og gleymdu því sem færist frá
Skuld
Geymdu það sem gagnast vel
Og geymdu það sem hrekur Hel
Geymdu það sem gleður þig
Og geymdu það sem sannar sig
Dreymdu allt sem deyfir kvöl
Og dreymdu allt sem bætir böl
Dreymdu allt sem dugar best
Og dreymdu allt sem metur mest
Skuld
Framtíð ráðum, ekki er
Yfir nokkur vafi
Samtíð spáðum, þagnar þver
þráin okkur hafi
Gleymdu
Geymdu
Dreymdu
Hvorki guð né menn
Vita líf sitt enn
Hvorki guð né menn
Sestu niður við Urðarbrunninn